Skilmálar

Vörur sem til eru á lager

Kaupin virka þannig að varan er ekki þín fyrr en þú hefur klárað greiðsluferlið – check out – síðan hefur þú klukkutíma til að millifæra inn á reikning (sjá upplýsingar eftir að kaupin eru komin í gegn) en eftir það þá fer varan sjálfkrafa aftur á sölu. Ekki er nóg að setja vöruna bara í körfuna. Ef einhver vandamál koma upp varðandi þetta ferli þá er hægt að hafa samband í skilaboðum á Obbossi facebook síðunni. Ef þörf er á að semja um greiðsluna þá þarf að hafa samband í gegnum FB síðuna.

Sérpöntun

Vara sem er fyrirfram pöntuð er greidd eftir samkomulagi við seljanda. Seljandi áskilur sér þeim rétti að biðja um greiðslu um leið og varan er pöntuð sé um miklar séróskir að ræða.

Sérpöntuð vara er ekki afhent fyrr en greiðsla hefur borist. Alltaf er hægt að hafa samband varðandi sérpantanir.

Afhending

Við sendum vörur í pósti fyrir fast gjald, seljandi getur ekki ábyrgst vöruna týnist hún hjá póstinum. Hægt er að velja að fá sendinguna senda í ábyrgð og greiða burðargjald þegar sótt er á pósthús, kostnaður fer eftir verðskrá Póstsins.

Afhendingartími vöru fer eftir því hvort að varan/efnið sé til á lager eða ekki. Þá er það samkomulags atiði. Vara sem til er á lager og á að sendast fer í póst fyrsta virka dag eftir að greiðsla hefur borist. Vara sem er sérpöntuð er afhent eftir samkomulagi.

Gallar

Ef kaupandi telur að galli sé á vörunni þá endilega hafið samband, helst innan 2ja daga frá því þið fáið vöruna í hendurnar. Útlitsgallar sem hafa ekki áhrif á virkni vörunnar falla ekki undir ábyrgð. Ég reyni að vanda öll vinnubrögð en ef það er eitthvað sem kaupandi er ósáttur við þá vil ég endilega fá að heyra það sem fyrst. Ef upp koma lítilsháttar vandamál seinna meir þá endilega hafið samband.

Ég áskil mér þann rétt að fá að skoða og meta sjálf gallann áður en ákvörðun er tekin varðandi hvort og hvernig gallinn er bættur. Ef upp koma önnur vandamál þá vinsamlegast hafið samband í einkaskilaboðum.

Ábyrgð

Vara sem ekki hefur verið meðhölduð á réttan hátt (sjá meðhöndlun taubleia) fellur úr ábyrgð. Ekki er tekin ábyrgð á vöru sem er keypt af öðrum eiganda því ekki er hægt að ábyrjast hvernig meðhöndlun varan hefur fengið hjá fyrri eiganda.

Ef þörf er á smávægilegum lagfæringum  (saumspretta, lagfæring á smellu o.þ.h) þá má hafa samband og semja um lagfæringu gegn gjaldi eða eftir samkomulagi.

Vöruskil

Það er heimilt að skila vöru innan 14.daga frá afhendingar/sendingardegi sé varan óþvegin og ónotuð og þá gegn inneign að þeirri upphæð sem varan var keypt fyrir.

Ef kaupandi hefur einhverjar athugasemdir varðandi vöruna sem hann var að kaupa þá er hvatt til að haft verði samband í einkaskilaboð á facebook síðunni.

Endilega deildu: