Obbossí bleiur:

Hjá Obbossí er nú hægt að velja um vasableiur eða allt í einni/all in one bleiur, sama góða sniðið er á þessum báðum týpum.

Obbossí vasableiurnar

Þær eru með ytra lag úr vatnsheldur efni (PUL) sem andar vel og innra lag er annað hvort wicking jersey efni (WJ efni er samskonar og notað er í íþróttafatnað), sem heldur vætunni frá húð barnsins, eða organic bambus velour (OBV) efni. Bambusinn er mjúkur og hefur græðandi áhrif á rauða bossa en hann heldur vætunni ekki frá húðinni, þannig að barnið finnur frekar fyrir bleytunni og verður meðvitaðra um það þegar það er búið að pissa. Þessi efni eru síðan saumuð saman en op skilið eftir (=vasi) til að setja rakadræga efnið/innleggið inní bleiuna. Vasinn er að framan á þessum bleium og fyrir opinu er pul efni sem virkar líka sem lekavörn að framan.

Á eldri týpunum af vasableiunum er smella aftaná til að smella innlegginu í en á nýrri týpunni, frá 2019, er ekki þessi smella.

Obbossí allt í einni/all in one/AIO

AIO bleiurnar eru svipap uppbyggðar og vasableiurnar nema innleggið inní bleiunni er saumað fast í og myndar nokkurskonar tungu. Bleian er með op bæði að framan og aftan þannig að auðvelt er að stilla tunguna af í bleiunni. Tunguinnleggið samanstendur af organic hamp/bambus og bómullarblöndu. og þegar tungan er lögð saman þá eru þetta 5 lög af rakadrægu efni sem er mjög rakadrægt. En það getur tekið allt upp í 10 þvotta að ná upp fullri rakadrægni í efninu en auðvitað er hægt að byrja að nota bleiuna strax. Innra lagið í þessum bleium er wicking jersey eins og í vasableiunum en hægt er að leggja tunguna ofan á það efni og þá er náttúrulegt efni sem liggur upp við húðina. – AIO bleiurnar er nú eingöngu hægt að fá sem sérsaumaðar bleiur.

Bleiurnar koma óþvegnar og því þarf nýr eigandi þvo hana 1x fyrir notkun og hægt er að þvo hana með venjulegum bleiuþvotti, eins er nóg að þvo hana fyrst á 30°c. Á nýjum óþvegnum bleium geta verið pennamerkingar en þær fara úr strax í fyrsta þvotti.

Stærð:

Bleiurnar eru svokallað “one size” (OS) bleiur en þær duga frá ca 5kg og út bleiutímabilið. Á bleiunum eru ris-smellur þannig að hægt er að stækka og minna bleiurnar. Það hafa verið gerðar nokkrar nýburableiur í sérsaum og til prófunar en þær verða líklega bara fyrst um sinn fáanlegar fyrir sérsaum.

Innlegg:

Rakadræga efnið sem hægt er að fá með vasableiunum er 5 laga bambus blend innlegg frá alvababy. Það þýðir að það eru 3 lög af microfiber efni og svo eitt lag af bambusefni saumað utanum microfiberinn. Þessi innleg mega liggja upp við húðina. Á eldri týpunum af innleggjunum er smella þannig að hægt er að smella því í bleiuna að aftan svo það haldist aftast í bleiunni en það er ekki nauðsynlegt að nota hana og er það einstaklingbundið hvort hún er notuð eða ekki. Nýja týpan (2019) af vasableiunum er ekki með þessari smellu. Ekki er þörf á að smella innlegginu úr fyrir þvott. Innleggin koma óþvegin og því þarf að þvo þau nokkrum sinnum til að ná upp rakadrægni, en það má byrja að nota þau strax eftir fyrsta þvott.

Festingar á bleiunum:

Það er ýmist smellur eða riflás á bleiunum. Riflásableiurnar koma með þvottaflipum til að festa riflásinn í fyrir þvott. Smellubleiurnar eru annað hvort með marglitaðri smelluröð eða tvílitri smelluröð. Það er gert til að auðveldara sé að sjá í hvaða smellur maður er að smella. Smellurnar eru líka þannig að það eru “karl” smellur öðru megin og “konu”smellur hinumegin en það er gert svo hægt sé að rúlla bleiunni upp og smella henni saman ef það koma hægðir í bleiuna og maður er á ferðinni og kemst ekki strax í að skola hana.

 

Útskýringamyndir:

Vasinn

Mislitar smellur

Festing fyrir innlegg

Rissmellur

“Karl” og “kerling” smellunum smellt saman til að loka bleiunni

 

Endilega deildu: