Ég mæli með því að nýjar taubleiur frá mér séu þvegnar einu sinni á 40°c fyrir notkun. Ef um bambusbleiur er að ræða þarf að þvo þær sér (ss ekki með stay dry efnum) 3x áður en þær eru settar með í almennan bleiuþvott (í bambus eru náttúrulegar olíur sem fara úr í þvotti en geta gert stay dry efni vatnsheld). Innleggin sem fylgja vasableium væri gott að þvo einnig 3x fyrir almennan bleiuþvott þar sem yta efnið er úr bambus, þau geta þurft allt upp í 10 þvotta til að ná fullri rakadrægni en hægt er að byrja að nota þau strax eftir fyrsta þvott.

Ekki er tekið ábyrgð á bleium sem hafa verið meðhöndlaðar með sterkum efnum eins og ródalon, klór, oxy eða öðru slíku sterku hreinsiefni.

Yfirleitt mæla PUL og smelluframleiðendur ekki með því að þvo/þurrka bleiur á hærra hitastigi en 40° vegna hættu á að efnin skilji sig (delaminerast) og smellur bráðna og því get ég ekki ábyrgst bleiur sem þvegnar hafa verið á hærra hitastigi.  Mýkingarefni má ekki fara í bleiurnar því það gerir þær vatnsheldar.

Þrátt fyrir þetta þá þvoði ég alltaf mínar bleiur á 60°og lenti nánast aldrei í vandræðum með þær varðandi los á puli eða bráðnun á smellum. Hef ekki lent í því með þau efni sem ég hef verið með að þau skilji sig (delaminerast). En slíkur þvottur er samt sem áður á eigin ábyrgð. Best er að þurrka bleiur með því að hengja þær upp en innleggin mega fara í þurrkara, en ekki er sérstök þörf á því. Innleggin mega fara á 90°þvott.

  • Þvottarútínan gæti því litið svona út: skol með köldu (forþvottur) – langur þvottur – auka skol á eftir.

Mikilvægt er að nota taubleiuvæn bossakrem. Krem með mikilli fitu eða zinki geta gert bleiur vatnsheldar og er ekki tekin ábyrgð á því. Ef það kemur upp að bleiur verða vatnsheldar þá þarf að “strípa” þær en það er gert með því að skrúbba innra birðið með uppþvottalegi sem leysir vel upp fitu, skola vel alla sápu úr og setja svo í þvott. Gott getur verið að gera þetta líka við innleggin, sérstaklega microfiber innlegg.

Hægt er að nálgast frekari þvotta og meðhöndlunarupplýsingar hérna:

http://reykjalin.wix.com/taubleiur#!mehndlun-taubleia/cdqm

Endilega deildu: