Vasableiurnar eru “one-size” og passa börnum frá ca 4-4,5kg. Smellurnar framan á bleiunni ákvarða stærð bleiunnar, ss small, medium og large (ósmellt bleia). Þessum bleium fylgja almennt 5 laga bambus blend innlegg (microfiber inní og bambus að utan). Eldri týpurnar eru með smellu aftaná til að smella innleggjunum í en það er ekki nauðsynlegt kjósi eigandi að smella þeim ekki.  Eins er ekki þörf á að smella innlegginu úr fyrir þvott, það hangir þá bara í bleiunni og fylgir henni í þvottinum. Nýja týpan (2019) er ekki með þessari smellu. Þessi innlegg meiga liggja upp við húð barnsins, þannig er hægt að leggja innleggið bara inn í bleiuna og skipta innlegginu út þegar búið er að pissa og nota bleiuna sjálfa sem cover og leggja nýtt innlegg í (Ai2 system).

Showing all 47 results

Fylgstu með á instagram
TOP