Tilkynningar

Nýjar taubleyjur í vefversluninni

Jæja það hefur verið ansi hljóðlegt hérna síðustu ár en það verður breyting þar á þar sem von er á lítilli marsdömu á heimilið, sem mun alveg örugglega endurvekja taubleiugleðina. Ég er búin að sauma nokkrar nýburableyjur sem ég veit ekki hvort ég set á sölu hérna, en það eru nokkrar dásamlega fallegar vasableyjur komnar inn í vefverslunina sem hafa alveg sömu Obbossí gæðin og áður, ef ekki betri bara. Ég byrjaði að sauma þegar stelpan mín var um eins árs eða 2012 og var mjög virk við saumaskapinn til 2015 en þá fór ég í meira nám og hef verið niðursokkin í aðra vinnu síðan þá en núna verður breyting á. Ég lét systur mína fá nokkrar bleyjur þegar stelpan hennar var yngri og nú er ég komin með þær aftur og sé hvernig þær slitna við eðlilega notkun. Þær koma mjög vel út og eiga mikið eftir! Taubleyjur eru því frábær umhverfisvænn og barnvænn kostur og það munar svo miklu að þurfa ekki að muna eftir eða rogast með einnota bréfbleyjurnar, sem hefur núna komið í ljós að eru hreint ekki góðar fyrir barnið. Auk þess endast taubleyjur lengi og hægt er að selja notaðar bleyjur og lengja þannig líftíma þeirra. Þær eru því ódýrari kostur þegar til lengri tíma er litið, og sannarlega betri kostur fyrir umhverfið. Endilega kíktu á flottu mynstrin sem eru í vefversluninni.

Endilega deildu:

Þú vilt örugglega skoða þetta líka...