Tilkynningar

Nýjar Obbossí bleiur

Ég hef núna sett inn nokkrar bleiur í sölu – þær eru allar vasableiur með wicking jersey innra lagi, svörtu eða hvítu.  Vonandi næ ég að sauma nokkrar með bambus innra lagi á næstu vikum en lofa engu um það hvenær þær koma – eflaust detta þær svo bara hérna inn. Það fylgir þeim 5 laga bambus blend innlegg (blanda af bambus og microfiber) með hverri bleiu.

Ég mun áfram taka við fyrirspurnum á facebooksíðunni ef einhverjar eru.

Kaupin virka þannig að varan er ekki þín fyrr en þú hefur klárað greiðsluferlið – check out – síðan hefur þú ca klukkutíma til að millifæra inn á reikning (sjá upplýsingar undir verð og skilmálar hérna að ofan – færð líka tölvupóst sendan með greiðsluupplýsingum). Eftir þennan klukkutíma fer bleian aftur í sölu nema um annað sé samið. Því er ekki er nóg að setja vöruna bara í körfuna, heldur þarf að klára ferlið. Ef einhver vandamál koma upp varðandi þetta ferli þá er hægt að hafa samband í skilaboðum á Obbossi facebook síðunni.

Endilega deildu:

Þú vilt örugglega skoða þetta líka...