Tilkynningar

Eru taubleyjur of fyrirferðamiklar ?

Margir veigra sér við því að nota taubleyjur á barni sitt því þeim finnst þær vera of fyrirferðamiklar og breiðar í klofinu og halda að það valdi börnunum óþægindum. Ef maður skoðar líkamsbygginguna þá eiga þær ekki að hafa nein áhrif á þroska stoðkerfisins. Ef eitthvað er þá frekar til hins góða. Ég á eina dóttir sem er nýfædd og þar sem hún fæddist sitjandi (auðvitað vildi taubleiubossinn minn fæðast með rassinn fyrst) þá er hún í áhættuhópi fyrir því að vera með óþroskaðan mjaðmalið. Eftir mælingar kom í ljós að hún er alveg á mörkunum að vera laus í annarri mjöðminni og til öryggis þá þarf hún að vera í svokölluðum koddabuxum. Þessar koddabuxur eru þannig hannaðar að þær þrýsta fótunum út og passa að lærleggurinn sitiji rétt í mjaðmaskálinni þannig að mjaðmaliðurinn þroskist rétt.

Hérna má sjá mynd af þessum koddabuxum og svo hvernig þær halda fótunum í réttri stöðu þegar barnið er komið í þær.

Þess má einnig geta að varðandi burðapoka þá skiptir máli að staða mjaðmanna sé rétt. Á þessari mynd má sjá muninn á réttri og rangri stöðu á stoðkerfinu.

Þessu þarf hún að vera í í 23klst á sólarhring í 6 vikur. Þess má geta að hún er alls ekkert ósátt við þessar buxur, hún bara drekkur og sefur eins og hún gerði áður 🙂 – já og hún er í taubleiu undir þessum koddabuxum 😉

Vonandi eyðir þetta út öllum þeim áhyggjum varðandi það að taubleyjur séu of fyrirferðamiklar eða óþægilegar fyrir börnin að vera í.

Endilega deildu:

Þú vilt örugglega skoða þetta líka...